Lindarbrandur

Í týndri veröld … í miklum skógi … nálægt afskekktu þorpi …

Þar hefur Lindarbrandurinn staðið fastur í svörtum steini svo árþúsundum skiptir. Þegar sverðið hverfur svo með dularfullum hætti bendir allt til þess að Malena hafi tekið það … en hvert fór hún? Og af hverju?

Það fellur í hlut Rúnu, keðjureykjandi og vandræðalega beinskeytt amma Malenu, að halda út í heim að leita hennar. Með í för er líka hann Hervar gamli, fyrrum málaliði sem hélt nú að hann væri kominn á eftirlaun.

Því hver ætti annars að finna hana Malenu, ef ekki þau?

***

Lindarbrandur, strangheiðarleg og æsispennandi fantasía, er fyrsti hlutinn í fyrirhuguðum þríleik eftir Hjálmar Þór Jensen. Það bað enginn um hana en nú er skaðinn skeður. Hann sér sjálfur ekki eftir neinu.

Tryggðu þér innbundið eintak í Nexus eða verslanir Eymundssonar, eða rafbókina á vefsíðu Amazon.

Kápurnar gerði Kristján Ingólfsson.

Next
Next

Old Nick